Þetta erum við

Stofnendur Miðstöðvar foreldra og barna eru fjórir og hafa allir sótt sér viðbótarnám í meðferð foreldra og ungbarna (e. Parent Infant Psychotherapy)

Anna María Jónsdóttir

Anna María er geðlæknir og hópsálgreinir (Group Analyst) frá Institute of Group Analysis í London. Hún hefur starfað á geðdeildum Landspítala og geðsviði Reykjalundar auk þess að reka eigin læknastofu.

Anna María er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna auk þess að taka þátt í stofnun FMB teymis á Landspítala háskólasjúkrahúsi.

Helga Hinriksdóttir

Helga Hinriksdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún var einn af stofnendum geðsviðs Reykjalundar þar sem hún starfaði sem deildar- og teymisstjóri um árabil. Hún er með sérfræðinám í dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.
Helga er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna.

Sæunn Kjartansdóttir

Sæunn Kjartansdóttir er hjúkrunarfræðingur og sálgreinir frá Arbours Association í London. Hún hefur starfað á geðdeildum Landspítala og frá 1992 hefur hún verið sjálfstætt starfandi við einstaklingsmeðferð og faghandleiðslu. Sæunn er höfundur bókanna Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi (1999), Árin sem enginn man. Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna (2009) og Fyrstu 1000 dagarnir. Barn verður til (2015).
Sæunn er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna

Stefanía Arnardóttir

Stefanía B. Arnardóttir er sérfræðingur í fjölskylduhjúkrun. Hún starfaði um árabil í ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu. Í meistaranámi sínu rannsakaði Stefanía andlega vanlíðan á meðgöngu og hjá geðteymi heimahjúkrunar vann hún við þróunar- og rannsóknarverkefni á fjölskyldumiðaðri stuðningsmeðferð við andlegri vanlíðan á meðgöngu og eftir fæðingu.
Stefanía er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna.

Auk stofnenda miðstöðvarinnar starfa þar eftirfarandi starfsmenn sem allir hafa þjálfun í tengslaeflandi meðferð:

Elísabet Sigfúsdóttir

Elísabet Sigfúsdóttir er leikskólakennari og félagsráðgjafi með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð. Hún starfaði í 10 ár sem félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur í Danmörku og er teymisstjóri FMB teymis Landspítala.

Elsa Inga Konráðsdóttir

Elsa Inga er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Elsa Inga hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu ár sem fjölskyldufræðingur og handleiðari en var áður félagsráðgjafi hjá Barnavernd Kópavogs, Geðheilsu eftirfylgd/hugarafli og í Forvarnar- og meðferðateymi barna á Heilsugæslu HSS.

Fríður Guðmundsdóttir

Fríður er sálfræðingur, cand.psych. frá Kaupmannnahafnarháskóla með áherslu á barna- og unglingasálfræði. Fríður hefur starfað sem sálfræðingur hjá Félagsþjónustu Kópavogs frá árinu 2011. Hún hefur stýrt kvíðameðferðarnámskeiðum fyrir börn og foreldra þeirra og er einnig hluti af áfallateymi Rauða krossins.

Gunnlaug Thorlacius

Gunnlaug er þroskaþjálfi og félagsráðgjafi. Hún nam fjölskyldumeðferð og handleiðslufræði við HÍ. Gunnlaug hefur starfað sem félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur á geðsviði Landspítalans frá árinu 2005.

Margrét Gunnarsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir

Margrét er sjúkraþjálfari og sálmeðferðarfræðingur MSc (e.psychotherapist) frá Sherwood Institute í Nottingham og Derby háskóla, Englandi.  Hún vann lengi við líknandi meðferð og síðar við starfsendurhæfingu. Undanfarin ár hefur hún verið sjálfstætt starfandi við einstaklingsmeðferð ásamt að því að leiða áfallamiðað jóga í litlum hópum.

Rakel Rán

Rakel Rán lærði fjölskyldumeðferð við HÍ og geðheilsufræði ungra barna og foreldra þeirra við University of Massachusettes.  Rakel starfar einnig hjá Lygnu fjölskyldumiðstöð.

Viðurkenning fyrir ötult starf

Í nóvember 2016 veittu SOS barnaþorp Miðstöð foreldra og barna viðurkenningu fyrir ötult starf í þágu fjölskyldna á Íslandi. Í rökstuðningi dómnefndar sagði m.a.: “Dómnefnd var sammála um að vilja líta í fyrsta lagi til frumkvöðlastarfs sem bætti við opinbera þjónustu og væri í senn viðbót og fyrirmynd að úrbótum í velferðarsamfélagi okkar. Í öðru lagi að líta til starfsemi sem væri byggð á fræðilegri þekkingu og faglegri færni til að styrkja foreldra í hlutverki sínu og hlúa þannig að grunnþörfum barns fyrir tilfinningalegt öryggi og vernd viðkvæmra frumtengsla. Þar höfðum við líka í huga vanbúna opinbera þjónustu í íslensku samfélagi til að sinna því hlutverki um leið og umbreytt samfélagsgerð kallar einmitt á aukna sérfræðiþekkingu fagfólks og dýpri vitund foreldra um gildi heilbrigðra tengsla fyrir þróun sterks innsta kjarna mannverunnar. Þessi áhersla kemur á einstakan hátt fram í fræðilegum hugmyndagrunni og meðferðarstarfi Miðstöðvar foreldra og barna, ásamt áherslu á að miðla þekkingu til almennings og stjórnvalda í þessu efni.”