Miðstöð foreldra og barna

Meðferð hjá miðstöðinni miðar að því að foreldrar geti greint eigin líðan frá líðan barnsins og brugðist við hvoru tveggja á viðeigandi hátt hverju sinni. Barnið þarf að fá að vera háð foreldrum sínum í samræmi við aldur og þroska og geta með tímanum aðgreint sig frá þeim. Það er mikilvægt fyrir barnið að foreldrar þess finni til gleði í samskiptum við það og að þeir njóti að öllu jöfnu samvista við það. Þessi atriði stuðla að öruggri tengslamyndun á mikilvægasta mótunarskeiði barnsins.

Því fylgir álag að annast lítið barn. Að auki getur umönnun ungbarns kveikt á tilfinningum foreldranna sem tengjast gamalli reynslu þeirra, svo sem kvíða, ótta, depurð og reiði. Á þessum viðkvæma tíma verður ungbarnið að geta sýnt þarfir sínar og reynslan þarf að kenna því að foreldrarnir komi því til hjálpar. Til þess að foreldrarnir geti það þurfa þeir að vera í “nógu góðu” jafnvægi og eiga vísan stuðning annarra. Þeir geta þurft að vinna úr reynslu sem veldur þeim vanlíðan í foreldrahlutverkinu.

Velunnarar Miðstöðvar foreldra og barna

Starfsemi miðstöðvar foreldra og barna ehf. er fjármögnuð með samningi við Sjúkratryggingar íslands og fjárframlögum félaga, stofnana og fyritækja.

Þú getur lagt Miðstöðinni lið með því að smella á hnappinn hér að neðan og gerast mánaðarlegur styrktaraðili. Öll framlög eru vel þegin, jafnt stór sem smá. Eftirtaldir aðilar hafa styrkt starfsemina og þakkar Miðstöð foreldra og barna fyrir stuðninginn.

Ég vil gerast velunnari

Bækurnar okkar

Sæunn Kjartansdóttir, einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna hefur skrifað tvær bækur með tengslaeflandi nálgun. Þær heita Árin sem enginn man og Fyrstu 1000 dagarnir. Smelltu á myndirnar fyrir nánari upplýsingar.